Þjónusta við orku- og veitufyrirtæki og sveitarfélög er stór þáttur í starfsemi Frumherja og eru þetta helstu verkefnin:
- Faggiltar rafskoðanir og úttekt öryggisstjórnunarkerfa.
- Faggiltar löggildingar voga og mælitækja og prófanir mælitækja.
- Sölumælingar og sala raforku- og vatnsmæla.
Frumherji er stærsta faggilta skoðunar- og prófunarstofa landsins. Miklar kröfur eru gerðar til faggiltrar starfsemi varðandi hlutleysi, gegnsæi og rekjanleika vinnuferla og eru þessi atriði einkennismerki Frumherja.
Hjá Frumherja starfa einstaklingar með mikla tækniþekkingu og áralanga reynslu af þjónustu við veitur og sveitarfélög á Íslandi. Unnið er eftir gæðastjórnunarkerfi sem er faggilt á skoðunar- og prófunarþjónustunni samkvæmt IS0 17020, 17025 og 17065 stöðlunum. Sölumælaþjónustan er unnin í samræmi við ISO 9001 gæðastaðalinn.
Þjónusta fyrir rafveitur:
- Rafskoðanir og mælingar
- Skoðun öryggisstjórnunarkerfa
- Sölumælaþjónusta
- Prófanir mæla
Þjónusta fyrir hitaveitur:
- Sölumælaþjónusta
Þjónusta fyrir vatnsveitur:
- Sölumælaþjónusta
Þjónusta fyrir sveitarfélög:
- Löggilding voga
Rafskoðanir og öryggisstjórnunarkerfi
Frumherji sinnir rafskoðunum og úttektum á öryggisstjórnunarkerfum flestra stóriðjufyrirtækja á Íslandi. Auk þess þjónustar fyrirtækið stærri og smærri rafveitur, smávirkjanir og aðra viðskiptavini. Þjónustunni má skipta i eftirfarandi þætti:
- Öryggisstjórnunarkerfi: Faggilt skoðun á öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka.
- Úrtaksskoðanir: Faggiltar úrtaksskoðanir á lágspennu og háspennu ásamt því að sjá um að fylla út í skýrslur DMM viðhaldskerfisins
- Innri skoðanir: Innri skoðanir á lágspennu og háspennu ásamt innfærslu skýrslna í DMM viðhaldskerfið. Fái rafveitan faggilta skoðunarstofu til þess að sjá um innri skoðanir, jafngildir það um leið ytri skoðun (úrtaksskoðun). Veitan fær faglega skoðun á öllu rafkerfinu og sparar sér um leið kostnað við úrtaksskoðanir.
- Hitamyndataka raflagna: Aukið öryggi í tengslum við rafmagn. Veitunni býðst að fá raflagnirnar hitamyndaðar um leið og faggilt skoðun fer fram eða í sérstakri skoðun. Hægt er að greina hættumerki sem ekki sjást aðeins með hitamyndatöku eins og lausar tengingar og komast þannig hjá fjárhagslegu tjóni.
- Mæling á hringrásarviðnámi í stórum lágspennutöflum < 200 kA skammhlaupsstraumur: Mæling gefur m.a. hæsta skammhlaupsstraum á mælistað við gefnar mæliaðstæður. Út frá mælingum er hægt að meta hvort taflan og búnaður hennar uppfylli kröfur um skammhlaupsþol m.t.t. rafræns og kraftræns álags við skammhlaup.
Skoðunarmenn hafa víðtæka og langa reynslu af rafskoðunum. Fyrir utan margra ára reynslu við skoðunarstörf lágspennu- og háspennuvirkja hafa starfsmenn bakgrunn í rekstri raforkuvirkja, hönnun og eftirlitsstörfum. Nánari lýsingu má finna hér á heimasíðunni um rafmagnsskoðanir.
Sölumælingar og sala raforku- og vatnsmæla
Þjónustan felst í að útvega sölumælingar fyrir veitur. Til viðbótar býður Frumherji veitum margskonar þjónustu við mælasöfn auk sölu á mælum. Þjónustunni má skipta í eftirfarandi þætti:
- Sölumælingar:Um er að ræða leigu á mælum, uppsetningu, niðurtekt og mælaskipti. Með því að láta Frumherja sjá um þjónustuna losnar veitan við eftirlit með mælum og fjárbindingu í mælabúnaði, mælinákvæmni er tryggð og mánaðarlegur kostnaður verður þekktur. Öll starfsemin er unnin samkvæmt gæðastaðli ISO 9001.
- Umsjón með eldri mælum í eigu veitu:Ef ákveðið er að fela Frumherja sölumælingar er boðið upp á umsjón með þeim mælum sem til staðar eru í kerfinu. Frumherji heldur þá skrá um mælana og tryggir endurnýjun og reglubundið eftirlit með þeim eftir það.
- Fjarmælingar: Frumherji býður upp á ýmsar lausnir í fjarmælingum fyrir veitur, allt frá reglubundnum álestri mæla sem erfitt er að nálgast og upp í rauntímaálestur allan sólarhringinn.
- Sala á mælum: Frumherji var lengi stór innflutningsaðili á sölumælum til eigin nota, en sala á sölumælum til veitna hefur aukist undanfarin ár.
Öll samskipti við veitur geta verið rafræn og beintengd upplýsingakerfum þeirra. Nánari lýsingu má finna hér á heimasíðunni um orkusölumæla.
Löggildingar og mælaprófanir
Prófunarstofa Frumherja annast löggildingar og prófanir mælitækja af ýmsu tagi. Megin uppistaðan hefur verið í löggildingum voga, eldsneytismæla og prófanir raforkumæla. Prófunarbekkurinn er sá eini sinnar tegundar í landinu og þjónustan er í boði fyrir allar rafveitur landsins. Hún felst í eftirfarandi:
- Stakar prófanir mæla: Boðið er upp á staðlaðar prófanir mæla í samræmi við opinberar nákvæmniskröfur. Notast t.d. við prófanir eftir viðgerð, ef grunur er um bilun, við niðurtektarprófanir, úrtaksprófanir eða löggildingu.
- Skilgreining safna: Mælasöfn eru skilgreind samkvæmt ákveðnum reglum. Falli mælar ekki í söfn er hægt að ákveða stakar prófanir.
- Gera úrtök úr söfnum: Úr mælasöfnum eru tekin úrtök mæla sem veitan sér um að sækja og koma í prófun.
- Ákveða afdrif safna: Að loknum prófunum í prófbekk er tekin ákvörðun um afdrif safna, þ.e. hvort framlengja megi löggildingu eða fella þurfi söfn.
Prófunarmenn hafa langa og víðtæka reynslu sem kristallast í faglegum vinnubrögðum og góðri þekkingu á aðstæðum og óskum viðskiptavina. Nánari lýsingu má finna hér á heimasíðunni um prófunarstofuna.