Mikil reynsla og fagleg vinnubrögð

Öll skip sem notuð eru í atvinnuskyni þarf að skoða einu sinni á ári með tilliti til búnaðar og öryggis. Skipaskoðunarsvið Frumherja sinnir skoðunum um allt land og er skoðunarstofan faggild af A-gerð samkvæmt vottun frá Samgöngustofu. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góða þjónustu. Starfsmenn eru reynslumiklir og þekkja vel sitt fag enda menntaðir í skipasmíði og vélstjórnar- og skipstjórnarfræðum. Auk lögbundinna skoðana sér skoðunarstofa Frumherja einnig um eftirlit með nýsmíði og breytingum skipa, tjónaskoðanir og skipamælingar.

Fjölbreytt þjónusta

Skipaskoðunarsvið Frumherja veitir alhliða skoðunarþjónustu fyrir skip undir 400 brúttótonnum með leyfi frá Samgöngustofu. Að auki sér skoðunarstofan um ýmsar aðrar skoðanir s.s. vélskoðun, öxulskoðun, bolskoðun, þykktarmælingu og rafmagnsskoðun. Skemmtibátar eru skoðaðir á fjögurra ára fresti. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og hagkvæm verð.

Skoðanir sem Frumherji sinnir:

 • Búnaðarskoðun
 • Vélskoðun
 • Bolskoðun tré, plast og stál
 • Rafmagnsskoðun
 • Skoðun á öxli og stýri
 • Eftirlit með nýsmíði
 • Eftirlit með breytingum
 • Eftirlit með viðgerðum
 • Tjónaskoðun
 • Þykktarmæling
 • Fjarskiptaskoðun
 • Skoðun brunaviðvörunarkerfa og búnaðar

Skoðunarferill

 • Byrjað er á upphafsskoðun á nýjum skipum. Eftir það hefst 4 ára skoðunarferill sem hér segir:
 • Eftir 1 ár - Aðalskoðun á búnaði allra skipa. Bolskoðun tréskipa.
 • Eftir 2 ár - Aðalskoðun á búnaði allra skipa. Milliskoðun á bol, öxli, vél og rafmagni allra skipa.
 • Eftir 3 ár - Aðalskoðun á búnaði allra skipa. Bolskoðun tréskipa
 • Eftir 4 ár - Aðalskoðun á búnaði, vél, öxli, rafmagni og bol allra skipa.

Sé niðurstaða aðalskoðunar 2 felur það í sér endurskoðun innan 3ja mánaða.
Jafnframt er kveðið á um sveigjanleika í skoðunum. Skoðun getur því farið fram þremur mánuðum fyrir og eftir áætlaðan skoðunardag.

Skilmálar Frumherja hf. vegna skipaskoðana

Eigandi eða fulltrúi hans skal vera viðstaddur skoðun, undantekning getur þó verið við framkvæmd bol- og öxulskoðunar. Í skoðunarhandbókum Samgöngustofu er lýst meginaðferðum við skoðun skipa og eru þær notaðar við framkvæmd skoðana. Sérhvert mat á ástandi skips, dæming þar að lútandi og niðurstaða skoðunar, er í samræmi við reglur sem gilda um viðkomandi skoðunarverk. Niðurstöður skoðana eru færðar í Skipaskrá.
Gjald er innheimt samkvæmt gildandi verðskrá fyrir viðkomandi skoðun.


Eftirlit með skoðunarstofunum

Skipaskoðunarstofa Frumherja er undir eftirliti Samgöngustofu, Póst- og fjarskiptastofnunar og faggildingarsviðs Hugverkastofu. Hún er faggilt samkvæmt staðlinum ÍST EN ISO/IEC 17020:2012 en honum er fyrst og fremst ætlað að tryggja sjálfstæði, hlutleysi, ráðvendni og hæfni skoðunarstofunnar. Faggildingarsvið Hugverkastofu heimsækir skoðunarstofuna reglulega og gerir úttekt á gæðakerfi hennar og hæfni skoðunarmanna. Samgöngustofa er faggildingaraðilanum til aðstoðar við úttekt á skoðunarmönnum auk þess sem eftirlitsmenn hennar fara í samanburðarskoðanir til að fylgjast með hvort skoðunarmenn skoðunarstofunnar framkvæmi skoðanir sínar samkvæmt settum kröfum.

Hægt er að panta skipaskoðun bæði símleiðis (virka daga 8-17) og með tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Símanúmer okkar og póstföng eru þessi:

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er í síma 570 9142(tæknistjóri og skoðunarmaður).
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er í síma 570 9265(skoðunarmaður).
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er í síma 570 9293(skoðunarmaður)
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er í síma 570 9294(skoðunarmaður)
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er í síma 570 9295(skoðunarmaður)

 

2022-08-16 20:00:30