Í fyrirmælum Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar er meginaðferðum við skoðanir lýst og eru þær notaðar við framkvæmd skoðana. Sérhvert mat á ástandi skoðunarviðfangs, dæming þar að lútandi og niðurstaða skoðunar er í samræmi við reglur sem gilda um viðkomandi skoðunarverk.

Gögn sem verða til við skoðun eru geymd hjá Frumherja í að minnsta kosti 5 ár samkvæmt kröfum Faggildingarsviðs Hugverkastofu. Niðurstöður skoðana eru sendar rafrænt til viðskiptavina og HMS.

Starfsmenn Frumherja eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða almennt áskynja í starfi sínu en niðurstöður verka sem færðar hafa verið í opinberar skrár eru hins vegar ekki trúnaðarmál.

Viðskiptavinir geta komið á framfæri ábendingum, kvörtunum eða hrósi á heimasíðu Frumherja ásamt því að kynna sér ferli kvartana og áfrýjunar.

Gjald er innheimt samkvæmt gildandi samningum og verðskrá fyrir viðkomandi skoðun. Almennir greiðsluskilmálar fyrir þjónustu rafmagnsskoðana eru reikningsviðskipti. Greiðslufrestur er líðandi mánuður + 20 dagar.

 

2023-03-29 21:42:37