Neysluveitur eru allar þær veitur nefndar þar sem aðflutt raforka kemur á lágspennu frá rafveitu. Dæmi um slíka veitu er raflögn og rafbúnaður í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði, skólum, stofnunum o.fl.
Lögbundnar rafmagnsskoðanir á neysluveitum fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Frumherji sinnir lögbundnu rafmagnseftirliti fyrir Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS), en stofnunin hefur yfireftirlit með því að neysluveitur brjóti ekki í bága við ákvæði laga og reglugerða og ber ábyrgð á skoðun nýrra neysluveitna og reglubundnu eftirliti með neysluveitum í rekstri.
Þegar rafverktaki hefur lokið við raflögn í neysluveitu ber honum að tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Stofnunin ákveður hvort viðkomandi raflögn fer í skoðun hjá skoðunarstofu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lætur einnig skoða eldri raflagnir í úrtaki ár hvert. Þessar skoðanir eru fjármagnaðar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Rafmagnsskoðun á neysluveitu fyrir einkaaðila og fyrirtæki
Ef ný raflögn hefur ekki verið valin til skoðunar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur eigandi engu að síður óskað eftir skoðun beint hjá Frumherja. Einnig getur fasteignaeigandi óskað eftir skoðun á eldri raflögn vilji hann fullvissa sig um að ástand hennar sé viðunandi. Eigandi fasteignar ber kostnað af skoðuninni.