Sannprófun ósjálfvirka voga

Prófunarstofa Frumherja er tilkynntur aðili nr. 2926 samkvæmt vottunarstofustaðli ISO 17065 til að sannprófa nýjar ósjálfvirkar vogir í samræmi við aðferðareiningu F í tilskipun 2014/32/ESB.

Almennt um sannprófun

Sannprófun er gerðarsamræmi byggt á sannprófun vöru. Sannprófa þarf nýjar vogir áður en þær eru teknar í notkun. Einnig þarf að sannprófa vogir með breyttan hugbúnað (þegar skipt hefur verið um haus). Framvísa skal gerðarviðurkenningu (ESB-gerðarprófunarvottorð) frá framleiðanda þegar beðið er um sannprófun.   

Í sumum tilfellum kemur vogin sannprófuð frá framleiðanda og fylgir voginni þá samræmisvottorð.

Ákvörðun um sannprófun

Ákvörðun um sannprófun er tekin á grundvelli þeirra gagna sem hafa borist og prófunar á voginni. Þegar samræmi hefur verið staðfest er samræmisvottorð gefið út og viðeigandi merkingar settar á vogina.

Notkun merkinga við sannprófanir

Merkingar um að sannprófun hafi farið fram og að samræmi hafi verið staðfest eru eftirfarandi:

  • Setja skal CE merki á vogina ásamt mælifræðimerkinu M, með því skulu vera síðustu stafirnir í ártalinu fyrir árið þegar merkið er sett á.
  • Kenninúmer er fjögurra stafa númer Prófunarstofunnar sem tilkynnts aðila, 2926. Miði með kenninúmerinu skal staðsettur nærri CE merki vogarinnar þannig að hvortveggja sjáist í sömu sjónhendingu.

  • Miði um nýtt tæki sem setja má á markað. Miðinn segir til um hvaða ár sannprófun fór fram og hvenær vogin skuli löggildast. Útlit hans er sýnt hér að neðan. Miði þessi er límdur á áberandi stað á vogina.

Upplýsingar, umsagnarréttur, kvartanir, andmæli og endurupptaka ákvarðana

Viðskiptavinir Prófunarstofunnar og aðrir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta og vilja frekari upplýsingar um verkferla og reglur eða hafa athugasemdir við þjónustu, starfshætti og ákvarðanir Prófunarstofunnar eru hvattir til að koma þeim þeim á framfæri við Frumherja.

Til þess að athugasemdir verði teknar til umfjöllunar þurfa þær að berast Frumherja skriflega og vera studdar efnislegum rökum og viðeigandi gögnum. Athugasemdir skulu berast á tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða gegnum heimasíðu Frumherja, ásamt nafni og heimilisfangi sendanda, og nafni, netfangi og símanúmeri þess sem hafa ber samband við þegar leita þarf nánari upplýsinga eða senda þarf svör við athugasemdum.

Athugasemdir geta verið í formi umsagna, kvartana, beiðna um upplýsingar eða endurupptöku ákvarðana, eða andmæla.

Viðlög við rangri notkun merkinga

Röng notkun viðskiptavina á löggildingartáknum og merkingum eftirlitsskyldra mælitækja er óheimil. Um viðurlög og úrræði Neytendastofu fer eftir ákvæðum 8.gr í reglugerð 955/2006.

 

2023-02-05 07:52:26