Frumherji hf. býður upp á faggiltar skoðanir á gæðastjórnunarkerfum hönnuða, hönnunarstjóra, byggingastjóra og iðnmeistara. 

 

Panta skoðun (vefbeiðni) 

Spurningar og svör HMS

 

Ferli skjalaskoðunar

Við skjalaskoðun er farið yfir hvort gæðastjórnunarkerfið uppfylli þær kröfur sem settar eru fram í gildandi lögum um mannvirki og byggingarreglugerð ásamt leiðbeiningum og skoðunarhandbókum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um gæðastjórnunarkerfi. Farið er yfir hvort gert hafi verið ráð fyrir vistun skjala sem viðkoma starfsemi og byggingarleyfisskyldum verkum viðkomandi aðila og hvort í kerfinu sé lýsing á innra eftirliti með eigin verkum ásamt gátlista til notkunar við eftirlitið. Í kerfi byggingarstjóra er einnig gerð krafa um lýsingu á lokaúttekt og undirbúningi hennar í samræmi við kafla 3.9 í byggingarreglugerð, þar sem meðal annars er gengið frá skýrslu yfir allar úttektir og frágangi handbókar. Bent er á að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar nr. 16.1.1 um gerð handbókar mannvirkis.

Ferli virkniskoðunar

Í virkniskoðun er farið yfir hvort virkni kerfisins sé í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og leiðbeiningar og skoðunarhandbækur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um gæðastjórnunarkerfi. Við skoðun eru eitt eða fleiri verk rakin og m.a. kannað hvort viðeigandi gögn hafi skilað sér á rétta staði inn í gæðastjórnunarkerfið. Farið er sérstaklega yfir hvort eftirlit með eigin verkum (innri úttekt) hafi farið fram í viðkomandi verki í samræmi við verksvið viðkomandi aðila samkvæmt byggingarreglugerð. Að auki er farið yfir hvort búið sé að lagfæra athugasemdir sem gerðar voru í skjalaskoðun og skrá úrbætur, hafi slíkar athugasemdir verið gerðar.

Við gerð gæðastjórnunarkerfa er bent á leiðbeiningar og skoðunarhandbækur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um gæðastjórnunarkerfi sem og byggingarreglugerð.

Við bendum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þörf er á frekari upplýsingum. 

Athygli er vakin á því að einnig þarf að sækja um skráningu gæðastjórnunarkerfis hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 

 

2021-10-26 20:51:05