Er einangrun hússins í lagi?

Einangrun húsa er mikilvæg á Íslandi. Frumherji býður upp á hitamyndatöku með innrauðri myndavél, annað hvort í sérferð eða til viðbótar við aðrar tegundir skoðana. 

Hitamyndataka er framkvæmd með FLIR E60bs hitamyndavél sem er sérstaklega gerð fyrir hitamyndatöku í byggingum. Hitamyndataka getur gefið nánari upplýsingar um eiginleika bygginga eins og einangrun, þéttleika og rakavandamál. Hitamyndataka gefur góða mynd af staðsetningu heitavatnslagna og nýtist vel við greiningu á staðsetningu leka ef um slíkt er að ræða. Einnig má nota hitamyndavél til að greina óeðlilega hitamyndun í rafmagnstöflum vegna lausra tenginga eða of mikils álags á greinar raflagnar. Hitamyndataka er ekki innifalin í öðrum tegundum skoðana og er ávallt unnin samkvæmt tímagjaldi.

Hægt er að fá nánari upplýsingar eða panta hitamyndatöku í síma 570 9000 eða senda fyrirspurn eða beiðni í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Vinsamlegast látið nafn, símanúmer og heimilisfang á skoðunarstað fylgja fyrirspurn/beiðni í tölvupósti, auk óskadagsetningu á hitamyndatöku.

 

 

 

2020-07-13 02:36:27