Tjónaskoðun og tjónamat ökutækja

Frumherji hf. getur séð um tjónaskoðanir og tjónamat á ökutækjum fyrir tryggingafélög. Viðskiptavinir koma þá með bílinn til Frumherja og þar er hann skoðaður og tjónið metið.

Skráningarstarfsemi vegna ökutækja

Ökutækjadeild hefur með höndum ýmsa skráningarstarfsemi vegna ökutækja Í umboði yfirvalda. Má þar meðal annars nefna meðhöndlun skráningarmerkja (innlögn og sala merkja), nýskráning og endurskráning á ökutækjum og móttöku eigendaskipta.  

Aðrar skoðanir

Ökutækjadeild sinnir skoðunum af ýmsu öðru tagi, svo sem vatnsverndarskoðunum (vottun á því að ökutæki megi fara inn á vatnsverndarsvæði) og flotaskoðunum (eftirlit með bílaflota stórfyrirtækja) og sölumeðferðarskoðun/mat (sérhönnuð þjónusta fyrir bílalánastofnanir við mat á sliti og tjónum ökutækja í lok leigu/lánstíma).

Vörusala

Í afgreiðslum eru til sölu ýmiss varningur sem nýtist bíleigendum, s.s. ökuritaskífur, númerarammar og víða er hægt að fá drykki, sælgæti og jafnvel ís.

 

2023-03-29 23:18:49