Á föstudaginn síðastliðinn opnaði formlega ný skoðunarstöð Frumherja að Einhellu 1a í Hafnarfirði.
Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar Valdimar Víðisson klippti á borða ásamt Orra Hlöðverssyni forstjóra Frumherja, en opnunarhátíð nýrrar skoðunarstöðvar var haldin var með pompi og prakt síðastliðinn föstudag. Skoðunarstöðin er öll hin glæsilegasta og hvergi var sparað í tækjabúnaði og aðbúnaði starfsfólks, en á skoðunarstöðinni er hægt að skoða allar stærðir og gerðir ökutækja.