Undir mannvirki og veitur heyra fimm fagsvið en það eru skoðun á gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði, fasteignaskoðun, rafmagnsskoðun, löggildingar og prófanir og orkumælaþjónusta.
Frumherji er faggilt skoðunarstofa á sviði skoðana á gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði og sinnir því eftirliti fyrir hönd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Láttu Frumherja aðstoða þig við að lágmarka áhættu og taka upplýsta ákvörðun í fasteignaviðskiptum. Við sjónskoðum eignina og metum ástand hennar. Rakamælum ef grunur er um raka.
Frumherji sinnir lögbundnu rafmagnseftirliti fyrir hönd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), en stofnunin hefur yfireftirlit með því að neysluveitur brjóti ekki í bága við ákvæði laga og reglugerða.
Frumherji er faggilt prófunarstofa á sviði löggildinga og prófana á dælum og rennslismælum fyrir bensín/diesel og mjólk.
Frumherji er umboðsaðili orkusölumæla fyrir Kamstrup í Danmörku og býður upp á leigu eða sölu á snjallmælum fyrir rafmagn og fyrir heitt og kalt vatn.
Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.
Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.