Frumherji hf. er leiðandi á sviði skoðana, prófana og tengdrar þjónustu á Íslandi. Starfsemi Frumherja hf. er í dag skipt upp í fjögur svið:
- Mannvirkja- og veitusvið - sviðsstjóri Kristín Erla Einarsdóttir
- Samgöngusvið - sviðsstjóri Orri Hlöðversson
- Fjármál og starfsmannahald - sviðsstjóri Jóhann Geir Harðarson
- Rekstur og þjónusta - sviðsstjórn í höndum framkvæmdastjóra
Sviðsstjórar Frumherja hf. mynda framkvæmdastjórn félagsins.
Frumherji starfar sem faggilt skoðunarstofa á fimm fagsviðum í fullu samræmi við ISO staðla 17020 og 17025. Í samræmi við kröfur þeirra staðla er fyrirtækið laust við hvers kyns viðskiptalegan, fjárhagslegan eða annan þrýsting sem haft getur áhrif á hlutleysi þess og niðurstöður skoðana. Stjórnendur fyrirtækisins skuldbinda sig til að tryggja að þessu verklagi sé haldið og að faglegra sjónarmiða og hlutleysis sé gætt í hvívetna.
Allir starfsmenn Frumherja hf. eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða almennt áskynja um í starfi sínu. Gildir þetta einnig þrátt fyrir að starfsmaðurinn hætti störfum. Niðurstöður verka sem færðar hafa verið í opinberar skrár eru hins vegar ekki trúnaðarmál.
Fyrirtækið er með starfsemi um land allt og þjónustar viðskiptavini sína á 32 starfsstöðvum á landinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 100 manns. Þar er um að ræða færa einstaklinga sem njóta fyrsta flokks þjálfunar og aðbúnaðar við sín störf. Höfuðstöðvar félagsins eru að Þarabakka 3 í Reykjavík.
Eigandi Frumherja hf. er SKR1 ehf. Eigandi SKR1 ehf. er Tíberius ehf. sem er félag í endanlegri eigu Andra Gunnarssonar, Fannars Ólafssonar, Þórðar Kolbeinssonar og Kristjáns Grétarssonar.
Stjórn Frumherja skipa Andri Gunnarsson, stjórnarformaður, Guðný Hansdóttir og Þórður Kolbeinsson. Framkvæmdastjóri Frumherja hf. er Orri Hlöðversson.