Frumherji hf. er leiðandi á sviði skoðana, prófana og tengdrar þjónustu á Íslandi. 

Frumherji starfar sem faggilt skoðunarstofa, prófunarstofa og vottunarstofa á fimm fagsviðum í fullu samræmi við ISO staðla 17020, 17025 og 17065. Í samræmi við kröfur þeirra staðla er fyrirtækið laust við hvers kyns viðskiptalegan, fjárhagslegan eða annan þrýsting sem haft getur áhrif á hlutleysi þess og niðurstöður skoðana. Stjórnendur fyrirtækisins skuldbinda sig til að tryggja að þessu verklagi sé haldið og að faglegra sjónarmiða og hlutleysis sé gætt í hvívetna.

Allir starfsmenn Frumherja hf. eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða almennt áskynja um í starfi sínu. Gildir þetta einnig þrátt fyrir að starfsmaðurinn hætti störfum. Niðurstöður verka sem færðar hafa verið í opinberar skrár eru hins vegar ekki trúnaðarmál.

Fyrirtækið er með starfsemi um land allt og þjónustar viðskiptavini sína á um þrjátíu starfsstöðvum á landinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 100 manns. Þar er um að ræða færa einstaklinga sem njóta fyrsta flokks þjálfunar og aðbúnaðar við sín störf. Höfuðstöðvar félagsins eru að Þarabakka 3 í Reykjavík.

Eigandi Frumherja hf. er Tíberius ehf. sem er félag í endanlegri eigu Andra Gunnarssonar og Orra Hlöðverssonar

Stjórn Frumherja skipa Andri Gunnarsson, stjórnarformaður, Rakel Hlín Bergsdóttir og Eva Björk Guðmundsdóttir. Forstjóri Frumherja hf. er Orri Hlöðversson.

Forstjóri og framkvæmdastjórar mynda framkvæmdastjórn félagsins.

03.11 2022.

Athugasemdakerfi Frumherja hf



 

2023-03-29 22:10:21