Jafnlaunastefna Frumherja

Jafnlaunastefna Frumherja er hluti af almennri launastefnu sem og jafnréttisstefnu fyrirtækisins. Markmiðið með henni er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt milli kynja við launaákvarðanir.  Í því felst að launaákvarðanir byggi á skráðum málefnalegum forsendum sem í aðalatriðum byggja á virði hvers starfs óháð því hver sinnir þeim.  Jafnlaunastefna og jafnlaunakerfi Frumherja ná til allra starfsmanna.

 

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnunni skuldbindur Frumherji sig til að:

 

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og öðlast jafnlaunavottun í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
  • Framkvæma launagreiningu og kynna niðurstöðu fyrir starfsfólki árlega.
  • Bregðast við ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar þ.á.m. óútskýrðum kynbundnum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma árlega rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega að þeim sé hlítt.
  • Tryggja að jafnlaunastefna þessi sé aðgengileg á innri og ytri vef Frumherja.

 

Fyrir hönd Frumherja

Jóhann Geir Harðarson

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

 

Uppfært 13.01 2023

 

2023-02-05 08:31:19