Meðferð ábendinga

Ábendingakerfi Frumherja er ein af meginstoðum CCQ gæðakerfis fyrirtækisins.

Á heimasíðu Frumherja er hægt að nálgast form til þess að koma ábendingum, hrósi eða kvörtunum á framfæri.

Tilgangurinn er að vinna að stöðugum umbótum, halda utan um hverskonar ábendingar sem upp koma frá viðskiptavinum.

Ábendingin skilar sér í CCQ gæðakerfi Frumherja og gæðastjóri fyrirtækisins kemur erindinu áfram innan fyrirtækisins og fylgir því eftir.

  • Nafn
  • Netfang
  • Efni máls
    • Tilefni:
    • Ábending
    • Kvörtun
    • Hrós
    • Öryggi og heilsa

  1. Gæðastjóri: Móttekur allar ábendingar flokkar þær og kemur þeim í réttan farveg innan fyrirtækisins með því að skrá ábyrgðaraðila

  2. Skráning: Allar ábendingar fá sérstakt númer og strax byrjar rekjanlegur, skráður ferill og í lokin endanlega rekjanleg niðurstaða skráð í ábendingakerfið

  3. Viðbrögð: Bregðast þarf við öllum ábendingum, allar aðgerðir þarf að skrá í kerfið þannig að rekjanleikinn og öll viðbrögð séu skráð

  4. Ábyrgðaraðili: Innan fyrirtækisins eru það framkvæmdastjórar, tæknistjórar, deildarstjórar, kerfisstjórar, verkefnastjóri mannauðsmála og gæðastjóri. Ábyrgðaraðili sendir málið til þess framkvæmdaraðila sem best er til þess fallinn að vinna málið áfram eða vinnur ábendinguna sjálfur allt eftir því hvers eðlis ábendingin er

  5. Framkvæmdaraðili: Það er sá sem framkvæmir eða vinnur með ábendinguna áfram

  6. Tilkynning um verklok: Þegar máli er lokið að mati framkvæmdaraðila tilkynnir hann ábyrgðaraðila um verklok

  7. Ábyrgðaraðili samþykkir: Ábyrgðaraðili fer yfir málið með framkvæmdaraðila og tilkynnir gæðastjóra um að málinu sé lokið með því að breyta stöðu ábendingar í kerfinu

  8. Gæðastjóri yfirfer: Allar ábendingar og kvartanir eru yfirfarnar af gæðastjóri sem samþykkir úrvinnslu mála. Ef hann samþykkir ekki afgreiðsluna þá sendir hann ábendinguna til baka á ábyrgðaraðila

  9. Áfrýjanir: Komi upp ágreiningur/ósætti um úrlausn kvörtunar eða ábendingar sem tengist eftirfarandi málaflokkum er viðskiptavinum bent á leiðir sem hægt er að fara:

Staðsetning - Einhella

Bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf

Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Einstaklings- eða túlkapróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Bóka tíma í lespróf

Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Lespróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Sparaðu þér sporin!

Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.

Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.

Panta skutl