Skipaskoðanir

Hægt er að panta skipaskoðun bæði símleiðis (virka daga 8-16) og með tölvupósti. Einnig er hægt að óska eftir síþjónustu um skipaskoðun og er þá séð til þess að viðkomandi bátar séu skoðaðir á réttum tíma án sérstakra beiðna hverju sinni frá eiganda. Símanúmer okkar og póstföng eru þessi:

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.er í síma 860 8378 (tæknistjóri og skoðunarmaður).
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.er í síma 860 8379 (skoðunarmaður).
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.er í síma 865 1490 (skoðunarmaður).
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.er í síma 895 3102 (skoðunarmaður).
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.er í síma 895 3103 (skoðunarmaður).
 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.er í síma 860 8377 (skoðunarmaður).

Umfang skoðana

Skipaskoðunarsvið Frumherja hf. er faggilt skoðunarstofa af A-gerð. Stofan er því hæf til að annast eftirfarandi skoðanir á skipum og bátum í umboði Samgöngustofu (áður Siglingastofnunar Íslands):

 • Búnaðarskoðun
 • Vélskoðun
 • Bolskoðun tré, plast og stál
 • Rafmagnsskoðun
 • Skoðun á öxli og stýri
 • Eftirlit með nýsmíði
 • Eftirlit með breytingum
 • Eftirlit með viðgerðum
 • Tjónaskoðun
 • Þykktarmæling
 • Fjarskiptaskoðun
 • Skoðun brunaviðvörunarkerfa og búnaðar

Skoðunarferill

Byrjað er á upphafsskoðun á nýjum skipum. Eftir það hefst 4 ára skoðunarferill sem hér segir:

 • Eftir 1. ár - Aðalskoðun á búnaði allra skipa. Bolskoðun tréskipa.
 • Eftir 2. ár - Aðalskoðun á búnaði og vél allra skipa. Milliskoðun á bol, öxli og rafmagni allra skipa.
 • Eftir 3. ár - Aðalskoðun á búnaði allra skipa. Bolskoðun tréskipa
 • Eftir 4. ár - Aðalskoðun á búnaði, vél, öxli, rafmagni og bol allra skipa.
 • Sé niðurstaða aðalskoðunar “2” felur það í sér endurskoðun innan allt að 3ja mánaða.

Jafnframt er kveðið á um sveigjanleika í skoðunum þannig að skoðun getur farið fram á tímabilinu 3 mánuðum fyrir og 3 mánuðum eftir áætlaðan skoðunardag.

Eftirlit með skoðunarstofunum

Skipaskoðunarstofa Frumherja er undir eftirliti Samgöngustofu, Póst- og fjarskiptastofnunar og faggildingarsviðs Einkaleyfastofu. Hún er faggilt samkvæmt staðlinum ÍST EN ISO/IEC 17020:2012 en honum er fyrst og fremst ætlað að tryggja sjálfstæði, hlutleysi, ráðvendni og hæfni skoðunarstofunnar. Faggildingarsvið Einkaleyfastofu heimsækir skoðunarstofuna árlega og gerir úttekt á gæðakerfi hennar og hæfni skoðunarmanns. Samgöngustofa (áður Siglingastofnun Íslands) er faggildingaraðilanum til aðstoðar við úttekt á skoðunarmanni auk þess sem eftirlitsmenn hennar fara í samanburðarskoðanir til að fylgjast með hvort skoðunarmenn skoðunarstofunnar séu að framkvæma skoðanir sínar samkvæmt settum kröfum.

 

2018-01-18 13:25:48