Sérstök könnun tiltekinna þátta

Ef vart verður við rakaskemmdir eða leka er rétt að kanna málið án tafar. Í ástandsskoðun eru afmarkaðir hlutar skoðaðir og er eftirspurn eftir slíkum skoðunum á húsnæði mikil.

Í ástandsskoðun er t.a.m. lagt mat á hvort viðkomandi byggingarhluti hafi verið byggður samkvæmt hönnunargögnum eða hvar ábyrgð liggur í tengslum við nýlegt húsnæði. Einnig eru ástandsskoðanir oft fyrsta skref í átt að sátt milli kaupanda og seljanda eða við byggingaraðila. Ástandsskoðun getur falið í sér rakamælingar og þá greiningu á rót vandans og eins sérstakar skoðanir á þaki og sýnatöku ef myglusveppir gera vart við sig.

Fyrirtæki í fasteignarekstri láta ástandsskoða eignir og eins óska sveitarfélög oft eftir óháðum aðila til að yfirfara hönnunargögn. Um síðustu áramót tóku gildi lög sem kveða á um að byggingareftirlit skuli vera í höndum faggiltra aðila og því mun þessi þjónustuþáttur án efa fara vaxandi.

Ástandsskoðun er ávallt framkvæmd á tímagjaldi samkvæmt verðskrá. Hægt er að panta ástandsskoðun í síma 570 9360 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

2018-09-20 00:38:44