Fyrir þá sem þarfnast skoðunar á afmörkuðum þáttum fasteignar

Ástandsskoðanir fasteigna njóta mikilla vinsælda hjá viðskiptavinum Frumherja, en þar er um að ræða skoðanir á afmörkuðum þáttum fasteignar.

Í ástandsskoðun er t.a.m. lagt mat á hvort viðkomandi byggingarhluti hafi verið byggður samkvæmt hönnunargögnum eða hvar ábyrgð liggur í tengslum við nýlegt húsnæði. Einnig eru ástandsskoðanir oft fyrsta skref í átt að sátt milli kaupanda og seljanda fasteignar eða við byggingaraðila. Ástandsskoðun getur einnig falið í sér rakamælingar á sjáanlegum ummerkjum um raka eða leka og þá greiningu á rót vandans. 

Ástandsskoðun er ávallt framkvæmd á tímagjaldi samkvæmt verðskrá.
Hægt er að panta ástandsskoðun í síma 570 9360 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

 

2018-01-18 13:31:51