Er rakaskemmdir eða mygla áhyggjuefni?

Frumherji býður upp á rakamælingar, annað hvort sérstakega eða til viðbótar við aðrar skoðanir. Rakamælingar eru ekki innifaldar í öðrum tegundum skoðana og eru ávallt unnar samkvæmt tímagjaldi

Forsendur rakamælinga

Mælingar eru gerðar með Testo 616 rakamæli. Hafa ber í huga að mælirinn er hannaður til að gefa vísbendingu út frá mismunagildum mælinga og hefur ekki þá mælifræðilegu nákvæmni sem aðrar og umfangsmeiri aðferðir við mælingu á raka geta gefið, eins og t.d. þurrvigtaraðferð við ákvörðun á raka í steypu. Rakamælingin gefur því ekki raungildi raka í steinsteypu.

Einnig ber að hafa í huga að mælirinn er stillanlegur fyrir mælingu á ákveðnum byggingarefnum, eins og steinsteypu eða timbri. Mælirinn notar rafsvið til mælinganna og nemur breytingu rafsviðsins á allt að 5 sentimetra dýpi út frá þekktum eiginleikum byggingaefnis. Samanburðarmælingar sem gerðar eru á mismunandi byggingarefni eða samsetningu efna, eins og steingólfi með mismunandi gólfefnum getur því gefið villandi og ósamanburðarhæfar niðurstöður.

Mælirinn gefur þó góða mynd af rakamismun á mældu svæði þar sem um sama byggingarefni er að ræða.

 

 

Myglusveppir innanhúss hættulegir mönnum - Grein eftir Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur, sveppafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

 

 

2018-01-18 13:32:11