Rakaskemmdir eða mygla?

Ef grunur leikur á rakaskemmdum eða myglu skal kanna slíkt án tafar. Frumherji býður upp á rakamælingar, annað hvort sérstaklega eða til viðbótar við aðrar skoðanir.

Mælingar eru framkvæmdar með Testo 616 rakamæli sem gefur góðar vísbendingar um ástand og rakamismun á mældu svæði þar sem um sama byggingarefni er að ræða. Mælirinn er stillanlegur fyrir ákveðin byggingarefni, eins og steinsteypu og timbur og notar rafsvið til mælinga. Tekið skal fram að mælirinn hefur ekki þá mælifræðilegu nákvæmni sem aðrar og umfangsmeiri aðferðir við mælingu á raka geta gefið t.d. þurrvigtaraðferð.  Rakamælingar eru ekki innifaldar í öðrum ástandsskoðunum og eru ávallt unnar samkvæmt tímagjaldi.

Myglusveppir innanhúss hættulegir mönnum - Grein eftir Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur, sveppafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

 

 

2018-03-19 07:10:09