Fyrir einkaaðila, fyrirtæki og stofnanir

Frumherji tekur að sér skoðun á neysluveitum eins og í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði, skólum, stofnunum og hvers kyns veitum sem taka við raforku á lágspennu frá rafveitu. Einnig er boðið upp á skoðanir fyrir raforkuvirki á háspennu eins og virkjanir, rafveitur og iðjuver, sjá nánar hér. Allar neysluveitur og þ.m.t. einkaveitur þarf að kanna reglulega.

Ekki verður lögð nægileg áhersla á mikilvægi þess að tryggja að raflagnir fasteigna séu í lagi og komið sé í veg fyrir hættu af völdum snertingar við rafmagn eða bruna.

Hægt er að panta skoðun í síma 570 9360 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Markmið

Að kanna hvort raflagnir og rafbúnaður samræmist lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni og þá sérstaklega með tilliti til áhættuþátta eins og snertihættu eða bruna. 


Skoðunartími

Skoðun venjulegrar íbúðar tekur um 60-90 mínútur.


Framkvæmd

Skoðunarmaður skoðar rafmagnstöflur og annan fasttengdan rafbúnað samkvæmt skoðunarreglum Mannvirkjastofnunar. Hann framkvæmir mælingar til staðfestingar á virkni rafbúnaðarins eins og útleysisskilyrðum bilunarstraumsrofa (lekaliða) og annars varnarbúnaðar eins og sjálfvara. Skoðunarmaður kannar einnig jarðtengingar á tenglum, tengingu ljósabúnaðar þar sem hægt er að komast með góðu móti að honum o.fl.


Niðurstöður

Skoðunarmaður skilar niðurstöðum á skýrsluformi.

 

 

 

2018-01-18 13:32:31