Fyrir leigufélög og einstaklinga

Leiguskoðun fasteigna er úttekt á fasteign áður en hún er sett í leigu og/eða þegar henni er skilað aftur úr leigu. Hægt er að panta skoðun í síma 570 9360 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um pantanir.

Markmið með skoðuninni

Að skoða og skrá almennt ástand eignarinnar en einnig skemmdir og galla sem áhrif geta haft á skil á eigninni í lok leigutíma. Að lýsing á hinni leigðu eign gefi sem réttasta mynd af ástandi hennar á þeim degi sem hún er leigð.

Skoðunartími

Leiguskoðun venjulegrar íbúðar tekur að jafnaði um 40 - 60 mínútur, en getur tekið lengri tíma ef íbúðin er stór eða ef athugasemdir við húsnæðið eru margar.

Framkvæmd

Gengið er um eignina að utan og innan og eignin sjónskoðuð og ljósmynduð. Leitað er að hverju því sem gæti talist til skemmda/galla á eigninni með því markmiði að draga fram sem réttasta mynd af eigninni þannig að aðilar séu sáttir við þá skráningu sem lögð er fram við undirritun leigusamnings.

Leigusali og leigutaki, eða umboðsmen þeirra eru viðstaddir skoðun, sér í lagi við lok skoðunar, en þá fer skoðunarmaður yfir niðurstöður skoðunar.

Skráning á ástandi eignarinnar miðast við dagsetningu undirritunar skoðunareyðublaðs.

Niðurstöður

Leigusali og leigutaki undirrita skoðunareyðublaðið og fá hver afhent sitt eintak við lok skoðunar. Myndir sem teknar eru í skoðuninni eru geymdar í gagnasafni Frumherja og geta leigusali og leigutaki á hverjum tíma nálgast myndirnar til Frumherja. 

 

 

 

 

2018-01-18 13:30:50