Fyrir seljendur og kaupendur fasteigna

Söluskoðun fasteigna miðar að því að draga fram galla sem almenningi gæti auðveldlega yfirsést. Hægt er að panta skoðun í síma 570 9360 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um pantanir.

Markmið með skoðuninni 

Að finna og skrá skemmdir og galla sem geta haft veruleg áhrif á verðmat, sölu eignarinnar, bótarétt eða leitt til erfiðleika eða málaferla á milli kaupanda og seljanda eftir sölu. 

Skoðunartími 

Skoðun íbúðarhúsnæðis tekur um 2 klukkustundir á skoðunarstað. 

Framkvæmd 

Söluskoðun er framkvæmt eftir ákveðnu skoðunarferli. Gengið er um eignina að utan og innan og eignin skoðuð sjónskoðun. Leitað er að hverju því sem gæti talist til skemmda/galla á eigninni eða ljóst þykir að valdið geti verulegri kostnaðaraukningu fyrir kaupanda. Ekki eru notuð mælitæki við söluskoðun.

Niðurstöður

Skoðunarmaður skilar söluskoðunarskýrslu til verkbeiðanda. Skýrslan inniheldur almennar upplýsingar um eignina ásamt athugasemdum skoðunarmanns og myndum. 

Það sem ekki er skoðað sérstaklega

Raflagnir, neysluvatnslagnir, fráveitulagnir, dren, þak (nema frá götu). Ekki er skoðað undir gólfefni, bak við þiljur, inn í veggi eða á bak við innréttingar og hreinlætistæki eins og baðkör og sturtubotna.

Aðrar fasteignaskoðanir, mælingar og sýnataka

Hægt er að biðja um aðra þjónustu samhliða hefðbundinni söluskoðun eins og skoðun á þaki, rakamælingu, hitamyndatöku eða sýnatöku. Slík þjónusta er þá framkvæmd í framhaldi af söluskoðun á tímagjaldi samkvæmt verðskrá.

 

Fyrirvarar

Söluskoðunarskýrsla er byggð á þeim gögnum og upplýsingum sem vísað er til. Þær niðurstöður og ályktanir sem fram eru settar í söluskoðunarskýrslunni byggjast á því að þau gögn og þær upplýsingar sem skýrslan grundvallast á séu fullnægjandi og réttar. Söluskoðunarskýrsla á einvörðungu við um það andlag sem skýrslan fjallar um. Ekki er rétt að byggja á efni skýrslunnar einnar og sér við ákvörðunartöku um kaup á fasteign. Söluskoðunarskýrslu má ekki nota í öðrum tilgangi en í tengslum við framangreint. Í samræmi við skilmála Frumherja hf. takmarkast öll hugsanleg skaðabótaábyrgð félagsins og starfsmanna þess við fjárhæð sem nemur að hámarki heildarþóknun Frumherja vegna söluskoðunarskýrslunnar. 

 

 

 

2017-04-24 03:34:53