Fréttir

Lukkuleikur Frumherja er nú í fullum gangi. Þeir sem koma með ökutæki í skoðun til Frumherja geta skráð sig í leikinn og þannig öðlast möguleika á því að eignast stórglæsilegt 50" sjónvarp frá Samsung setrinu.

Leikurinn verður í gangi næstu mánuði og vinningur dreginn út í byrjun hvers mánaðar úr hópi viðskiptavina mánaðarins á undan. Þannig verður dregið úr hópi viðskiptavina maí mánaðar þann 1. júní næstkomandi. Hægt er að skrá sig til leiks hér á heimasíðu Frumherja með því að þrýsta á hnapp sem merktur er "Happanúmer" hér til hægri við þessa grein.Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, undirritaði umferðarsáttmálann í húsakynnum Frumherja hf í gær. Varð hann þar með fyrsti vegfarandinn í umferðinni til að undirrita sáttmálann. Forsetinn afhenti jafnframt fjórum nýútskrifuðum ökunemum eintök af sáttmálanum, sem þau höfðu áður gengist undir með undirritun sinni.

Umferðarsáttmálinn hefur verið í vinnslu undanfarin misseri, en hitann og þungann af starfinu hafa borið fjórtán sjálfboðaliðar, karlar og konur á öllum aldri, sem allir hafa brennandi áhuga á umferðarmálum og umferðaröryggi.  Segja má að sáttmálinn standi undir nafni sem nokkursskonar þjóðskrá í umferðinni. Hann tilgreinir þá hegðun sem við viljum öll sjá og erum sammála um að séu við hæfi .  Hann færir í letur sameiginlegan skilning okkar á því hvernig við viljum haga okku í umferð og hvernig við sýnum hvort öðru tillitssemi og stuðlum þannig að auknu öryggi.

Frumherji býður nú upp á skoðanir á gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði, en eftir 1. janúar 2015 verða þeir aðilar sem skrá sig á byggingarleyfisskyld verk sem hönnuðir, hönnunarstjórar, iðnmeistarar eða byggingarstjórar að vera með gæðastjórnunarkerfi. Kerfið þar að vera samþykkt af Mannvirkjastofnun á grundvelli skoðunar hjá faggiltri skoðunarstofu eins og Frumherja.

Skoðanir á höfuðborgarsvæðinu fara ýmist fram í starfsstöð Frumherja að Hesthálsi 6-8 í Reykjavík eða hjá rekstraraðilum. Einnig er fyrirhugað að bjóða upp á skoðanir utan höfuðborgarsvæðisins ef næg þátttaka er fyrir hendi.

Athygli er vakin á því að sækja þarf um skráningu gæðastjórnunarkerfis hjá Mannvirkjastofnun áður en sótt er um skoðun til Frumherja. Mikilvægt er að bóka skoðun sem allra fyrst þar sem búast má við mikilli ásókn þegar nær dregur áramótum.  Hægt er að panta skoðun á heimasíðu Frumherja, í tölvupósti á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 570 9360.    

Hafðu samband, við tökum vel á móti þér.

Auknar kröfur um mynsturdýpt hjólbarða.

Frá 1. nóvember næstkomandi tekur gildi reglugerðarbreyting sem kveður á um aukna mynstursdýpt á hjólbörðum yfir vetrartímann. Frá og með 1. nóvember til og með  14. apríl skulu bifreiðar vera búnar hjólbörðum með að minnsta kosti 3mm mynstursdýpt. Á tímabilinu 15. apríl til 31. október er krafa um 1,6mm lágmarksmynsturdýpt á hjólbörðum bifreiða.

Breytingarnar eru gerðar til að stuðla að auknu umferðaröryggi og var haft samráð við m.a. lögreglu, tryggingafélög og rannsóknarnefnd samgönguslysa við undirbúning breytingana.

Aukin mynstursdýpt eykur veggrip og hemlunarvegalengdir styttast í snjó, hálku og votu færi.  Gert er ráð fyrir breytingarnar verði til þess að færri þurfi á aðstoð að halda við minnstu breytingu á færð og að þær stuðli að fækkun umferðaslysa.Nýlega fór fram afhending á stórum vinningi sem dreginn var út í sumar í happaleik Frumherja. Vinningurinn sem um ræðir er glæsileg Skoda Citigo bifreið að verðmæti tæpar 2 milljónir króna.

Þeir sem viðskipti áttu við bifreiðaskoðunarsvið Frumherja fyrstu sex mánuði ársins gátu einir skráð sig til leiks. Þátttaka var mjög góð og alls skráðu um 16.000 viðskiptavinir sig í leikinn á tímabilinu. Sá heppni að þessu sinni heitir Agnar Þór Sveinsson, búsettur á Siglufirði, en hann kom með bíl sinn til skoðunar í heimabæ sínum síðastliðið vor. Það borgaði sig svo sannarlega fyrir hann að skipta við Frumherja að þessu sinni því lukkudísirnar ákváðu í kjölfarið að hann myndi hljóta hinn eftirsótta vinning.

Agnar var á ferð hér í höfðuborginni á dögunum og gafst þá tækifæri til að afhenda honum vinninginn með viðhöfn. Á meðfylgjandi mynd má sjá Agnar taka við bifreiðinni úr höndum Orra Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra Frumherja.

Frumherji óskar Agnari til hamingju með vinninginn og þakkar um leið fjölmörgum viðskiptavinum fyrir að taka þátt í happaleiknum.

Skoðunarstöð Frumherja í Skeifunni verður opin laugardaginn 31. maí frá klukkan 9-14.

 

2017-03-24 04:11:30