Fréttir

Laugardaginn 10. maí verður hinn árlegi fornbíladagur hjá Frumherja hf. í Reykjavík (Hesthálsi 6-8) og á Akureyri. Þetta er í ellefta sinn sem slíkur dagur er haldinn í Reykjavík en fornbíladagurinn á Akureyri er sá níundi í röðinni. Þá verða skoðaðir allir glæsilegustu fornbílar landsins í eigu félagsmanna í Fornbílaklúbbi Íslands og Bílaklúbbi Akureyrar.

Á Hesthálsi í Reykjavík hefst skoðunin klukkan 9:00 um morguninn og er búist við að á annað hundrað bílar verði skoðaðir. Á Akureyri hefst skoðunin einnig klukkan 9:00 og er reiknað með milli 40 og 50 bílum til skoðunar.

Um ellefu leytið verður kveikt upp í grillinu á Hesthálsi og grillaðar pylsur en á Akureyri stendur Bílaklúbbur Akureyrar fyrir grillveislu fyrir félagsmenn á svæði Bílaklubbsins.

Á báðum stöðum má gera ráð fyrir aksti um bæi og borg að lokinni skoðun, en fornbílarnir vekja ætíð athygli hvar sem þeir koma enda glæsileg farartæki.

Rétt er að vekja athygli á því að félagar í þessum klúbbum annars staðar á landinu munu njóta sömu kjara á skoðun bíla sinna á mánudeginum þar á eftir (eða á fyrsta opnunardegi stöðvar ef ekki er opið á mánudeginum).

Hinn árlegi húsbíladagur var haldinn á Hesthálsi þann 3. maí síðastliðinn. Var hann að venju hin mesta skemmtun og þátttaka með afbrigðum góð. Tugir húsbílaeigenda þáðu pláss fyrir bílinn á lóð Frumherja nóttina áður. Ennþá fleiri komu með húsbílinn sinn í skoðun þennan dag. Boðið var upp á morgunmat og grillaðar pylsur í hádeginu. Mikil ánægja ríkti hjá veislugestum með framtakið sem nú hefur fest sig rækilega í sessi. 


   

Mottumars söfnuninni er nú lokið þetta árið. Starfsmenn Frumherja tóku þátt í söfnuninni af lífi og sál fjórða árið í röð. Takmarkið var að safna 100 þúsund krónum. Við náðum takmarkinu og gott betur, 115 þúsund söfnuðust.

Okkar daglegu störf felast í alls konar skoðunum og prófunum því að við vitum að góðar skoðanir marg borga sig. En við skoðum ekki fólk, hér erum við að skoða bíla, skip og hús, auk þess að skoða rafmagnsmál, prófa ökumenn og prófa ýmiskonar mælitæki.

Og því hvetjum við alla karla (með góðri aðstoð kvenna) til að halda áfram að skoða sig og þukla vel sjálfir, því við vitum af reynslu að góð og örugg skoðun marg borgar sig.
Hér má sjá hluta af okkar frábæra hópi.

Íslandsbanki hf. og Frumherji hf. hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Íslandsbanki eignast 80% hlutafjár í Frumherja og Ásgeir Baldurs stjórnarformaður og Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri félagsins hafa lagt því til nýtt hlutafé og eignast með því 20% hlutafjár. Íslandsbanki kemur til með að hefja söluferli á Frumherja á næstu 12 mánuðum.

Rekstur Frumherja hefur gengið vel á undanförnum árum en allt frá því að efnahagsþrengingarnar skullu á haustið 2008 hefur skulda- og greiðslubyrði félagsins verið þung. Nýlega endurákvarðaði Ríkisskattstjóri opinber gjöld á Frumherja fyrir árin 2008-2012 vegna öfugs samruna.  Í kjölfar þess varð að hraða vinnu við fjárhaglega endurskipulagning félagsins þar sem háar fjárhæðir féllu á það líkt og önnur fyrirtæki sem keypt voru með sambærilegum hætti.

Endurskipulagningin skapar að mati samningsaðila heilbrigðan efnahag Frumherja sem rekstur félagsins mun geta staðið undir á komandi árum.

Senda á facebook

Líkt og undanfarin ár gefst þeim sem koma með bílinn í skoðun til Frumherja kostur á að taka þátt í happaleik þar sem veglegir vinningar eru í veðrlaun. Seinnihluta síðasta árs var í gangi happdrætti hjá Frumherja þar sem í vinning var splunkunýr Chevrolet Spark og var sá vinningur dreginn út á Þorláksmessu.  Vegna mikils áhuga og góðrar þátttöku hefur verið  ákveðið að endurtaka leikinn. Þann 1. júlí 2014 fær einn  heppinn viðskiptavinur Frumhera á fyrri helmingi ársins  í vinning bifreið af gerðinni Skoda Citigo árgerð 2014. Nánari upplýsingar um leikinn má finna hér á heimasíðunni og hér til hægri er takkinn fyrir happnúmeraskráningar.
.

 

2017-03-24 04:11:39