Dregið var í Lukkuleik Frumherja úr hópi viðskiptavina júnímánaðar. Líkt og í maí var í vinning glæsilegt 50 tommu sjónvarpstæki frá Samsung. Vinningshafinn Einar Gustavsson var virkilega ánægður með sjónvarpið enda það ekki af lakari endanum. Einar hafði komið með bíl sinn í skoðun í skoðunarstöð Frumherja í Skeifunni. 

Næst verður dreginn út vinningur í Lukkleik Frumherja í byrjun ágúst, þá úr hópi viðskiptavina júlímánaðar.

 

2017-03-24 04:09:14