Nýverið var dregið í Lukkuleik Frumherja úr hópi viðskiptavina maímánaðar. Líkt og í apríl var í vinning glæsilegt 50 tommu sjónvarpstæki frá Samsung. Vinningshafinn að þessu sinni var Jónína Róbertsdóttir sem kom með bíl sinn í skoðun í skoðunarstöð Frumherja í Skeifunni. Á myndinni hér að neðan má sjá Jónínu taka við vinningnum úr hendi Jóns Hafþórs Þorlákssonar stöðvarstjóra í Skeifunni. Frumherji þakkar Jónínu fyrir viðskiptin og óskar henni til hamingju með vinninginn.

Næst verður dreginn út vinningur í Lukkleik Frumherja í byrjun júlí, þá úr hópi viðskiptavina júnímánaðar.

 

2017-03-24 04:08:37