Hinn árlegi húsbíladagur Frumherja hf. og Félags húsbílaeigenda er haldinn á Hesthálsi í dag 9. maí. Tugir húsbílaeigenda gistu í bílum sínum á lóð Frumherja á Hesthálsi í nótt og enn fleiri bættust við þegar opnað var fyrir skoðanir. Boðið er upp á fyrsta flokks morgunmat og grillaðar pylsur í hádeginu. Mikil ánægja er á meðal húsbílaeigenda með framtakið sem hefur nú fest sig rækilega í sessi.

Einnig er í gangi samstarfsdagur Bílaklúbbs Akureyrar og Frumherja hf. í dag og fer fram skoðun á glæsivögnum fortíðarinnar í skoðunarstöðinni við Frostagötu. Félagsmenn standa sjálfir fyrir grillveislu.

 

2017-03-24 04:09:26