Fréttir

Erlingur Bergvinsson stöðvarstjóri afhendir Úlfhildi Sigurðardóttur ferðaboxið

Í byrjun septembermánaðar var dreginn út vinningur í Lukkuleik Frumherja. Dregið var úr hópi viðskiptavina júlímánaðar. Að þessu sinni kom vinningurinn í hlut viðskiptavinar Frumherja í skoðunarstöð fyrirtækisins á Húsavík. Um er að ræða Thule ferðabox frá Stillingu, sem Erlingur afhenti vinningshafanum.

Við óskum Úlfhildi til hamingju með vinninginn.

Í byrjun ágústmánaðar var dreginn út vinningur í Lukkuleik Frumherja. Dregið var úr hópi viðskiptavina júlímánaðar. Að þessu sinni kom vinningurinn í hlut viðskiptavinar Frumherja í skoðunarstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Um er að ræða Thule feðabox frá Stillingu sem afhent verður hinum heppna innan skamms.

Lukkuleikurinn heldur áfram í ágúst. Aftur verður ferðabox í vinning og eru þeir sem koma með bílinn sinn í skoðun hvattir til að skrá sig til leiks.

Dregið var í Lukkuleik Frumherja úr hópi viðskiptavina júnímánaðar. Líkt og í maí var í vinning glæsilegt 50 tommu sjónvarpstæki frá Samsung. Vinningshafinn Einar Gustavsson var virkilega ánægður með sjónvarpið enda það ekki af lakari endanum. Einar hafði komið með bíl sinn í skoðun í skoðunarstöð Frumherja í Skeifunni. 

Næst verður dreginn út vinningur í Lukkleik Frumherja í byrjun ágúst, þá úr hópi viðskiptavina júlímánaðar.

Nýverið var dregið í Lukkuleik Frumherja úr hópi viðskiptavina maímánaðar. Líkt og í apríl var í vinning glæsilegt 50 tommu sjónvarpstæki frá Samsung. Vinningshafinn að þessu sinni var Jónína Róbertsdóttir sem kom með bíl sinn í skoðun í skoðunarstöð Frumherja í Skeifunni. Á myndinni hér að neðan má sjá Jónínu taka við vinningnum úr hendi Jóns Hafþórs Þorlákssonar stöðvarstjóra í Skeifunni. Frumherji þakkar Jónínu fyrir viðskiptin og óskar henni til hamingju með vinninginn.

Næst verður dreginn út vinningur í Lukkleik Frumherja í byrjun júlí, þá úr hópi viðskiptavina júnímánaðar.

Hinn árlegi húsbíladagur Frumherja hf. og Félags húsbílaeigenda er haldinn á Hesthálsi í dag 9. maí. Tugir húsbílaeigenda gistu í bílum sínum á lóð Frumherja á Hesthálsi í nótt og enn fleiri bættust við þegar opnað var fyrir skoðanir. Boðið er upp á fyrsta flokks morgunmat og grillaðar pylsur í hádeginu. Mikil ánægja er á meðal húsbílaeigenda með framtakið sem hefur nú fest sig rækilega í sessi.

Einnig er í gangi samstarfsdagur Bílaklúbbs Akureyrar og Frumherja hf. í dag og fer fram skoðun á glæsivögnum fortíðarinnar í skoðunarstöðinni við Frostagötu. Félagsmenn standa sjálfir fyrir grillveislu.

Lukkuleikur Frumherja er nú í fullum gangi og hefur hann hlotið góðar undirtektir. Dregið er einu sinni í mánuði og þá úr hópi viðskiptavina mánaðarins á undan.

Vinningshafi aprílmánaðar er Skagamaðurinn Þórður Fannar Rafnsson sem kom með bílinn í skoðun í sínum heimabæ þann 24. apríl síðastliðinn. Þórði var afhentur vinningurinn, sem er glæsilegt 50“ Samsung sjónvarpstæki, í skoðunarstöð Frumherja á Akranesi fyrr í dag.

Næst verður dregið í lukkuleiknum þann 1. júní næstkomandi og þá úr hópi viðskiptavina maímánaðar. Þá verður Samsung sjónvarp aftur í vinning og verður spennandi að sjá hvað viðskiptavinur hefur heppninia með sér í það sinnið.

Á myndinni má sjá Þórð Fannar taka við vinningnum úr höndum starfsmanna Frumherja á Akranesi, en þau eru Þórdís Bjarney Guðmundsdóttir og Halldór Ármann Guðmundsson.

 

2017-03-27 16:34:28